Ferð Atla og Hörpu til Naxos 2. til 25. júní 2015

Við flugum frá Keflavík til Gatwick annan júní og þaðan til Mykonos daginn eftir. Við gistum fyrst þrjár nætur í Agios Stefanos sem er smáþorp rétt norðan við höfuðborg Mykonoseyjar og sigldum þá til Naxos þar sem við gistum sautján nætur í Agia Anna. Frá Agia Anna fórum við dagsferð til Naoussa á Paros og í bíltúra um Naxos. Á bakaleiðinni gistum við svo eina nótt Agios Stefanos og eina nótt á Gatwick. Komum heim undir kvöld 25. júní.


1. Hús í þeim hluta Mykonosborgar sem kallast Litlu Feneyjar.

2. Harpa við kirkju í Mykonosborg (ef borg skyldi kalla, íbúar eyjarinnar eru alls um tíu þúsund).

3. Í Mykonosborg.


4. Beðið eftir ferju frá Mykonos til Naxos að morgni dags. Mannfræðingar telja að fólkið sem liggur á stéttinni hafi djammað næturlangt og sé lúið af þeim sökum, en Mykonos er fræg fyrir fjörugt næturlíf og drykk þann sem Mastic heitir.


5. Komin í hús á Naxos. Leigðum herbergi í smábænum Agia Anna af konu sem heitir Despína. Hún rekur gistiheimili þar sem verð er lágt en þjónusta öll til fyrirmyndar. Við fengum herbergi með baði, eldunaraðstöðu og suðursvölum (sem sjást á myndinni) fyrir 25 evrur á dag. Í kaupbæti gaf húsfreyja okkur heil ósköp af retsínu (hvítvíni með furukeim).

6. Í Agia Anna.

7. Í Agia Anna.

8. Í Agia Anna. Kartöflugarður rétt hjá gistihúsi Despínu. Naxosbændur framleiða kartöflur allt árið. Einnig er þarna mikið um geitfé, vínyrkju, ólífur og skrásíturónu eða kitro (jurt af sítrusætt sem notuð er til að búa til súkkat og brugga brennivín sem kallast það kitro eins og jurtin). Atvinnulíf á Naxos snýst auk landbúnaðar um námuvinnslu (marmara og emery, sem er steintegund rík af kórund og hefur verið notuð í sandpappír, naglaþjalir og fleira þesslegt). Í seinni tíð hefur ferðaþjónusta bæst við.

9. Í Agia Anna.

10. Veitingastaður á ströndinni rétt hjá Agia Anna.

11. Ströndin í Agia Anna.

12. Naxosborg, þ.e. höfuðstaður eyjarinnar þar sem um þriðjungur af rúmlega átjánþúsund íbúum eiga heima. Fornminjarnar eru leifar af hofi Apollons sem aldrei var lokið við að byggja. Feneyingar og Tyrkir tóku steinana og notuðu í annað, nema þá þrjá þyngstu sem mynduðu innganginn. Þeir voru of þungir til að flytja þá með tækni seinni alda og standa því þarna enn eftir hálft þriðja árþúsund.

13. Norræn menningaráhrif í höfuðstað Naxos. Stór hluti ferðamanna sem við urðum vör við talaði norsku eða sænsku.

14. Guðshús skammt frá Agia Anna.

15. Gamlar vindmyllur í þorpinu Vivlos sem einnig kallast Tripoðes. Þangað er rúmur klukkutímagangur frá Agia Anna. Nafnið Tripoðes (Þrífótur) dregur þorpið af þrífættum kolli sem smaladrengur fann í haga. Sáu menn að á honum mundi Pankratis, prinsessa sem þekkt er úr fornum sögum, hafa setið þegar hún sagði spár. En hún gerðist fjölkunnug mjög á efri árum.

16. Í Alyko sem er sunnarlega á vesturströnd Naxos eru rústir risahótels sem aldrei var lokið við frekar en Apollonshofið í höfuðborginni. Þær eru á að giska 30 til 40 ára gamlar.

17. Hótelrústir í Alyko.

18. Þann 10. júní skruppum við með bát yfir til Paros sem er skammt vestan við Naxos og dvöldum þar daglangt í sjávarplássi sem heitir Naoussa.

19. Naoussa á Paros.

20. Með ostabakka á veitingastað í Naoussa á Paros.

21. Naoussa á Paros.

22. Við ókum tvo daga um fjalllendi á Naxos (en þótt eyjan sé aðeins rétt rúmir 400 ferkílómetrar rísa fjöll þar í 1000 metra hæð). Hér er Harpa á kaffihúsi í fjallþorpinu Apiranþos, sem einkum er sérstakt fyrir þá sök að það er að miklu leyti byggt úr marmara, en af honum er mikið í fjöllum Naxos.

23. Geitfé á Krossi (Stavros).

24. Þorpið Apollonas er nyrst á Naxos.

25. Rétt við Apollonas er þessi forni Kúros (ristastytta) sem aldrei var lokið við. Sennilega átti þetta að verða mynd af Dionysosi, guði víns, tónlistar og leiklistar - en hann kvað vera upprunninn á Naxos enda var það hér sem guðirnir gáfu mönnunum tónlistina.

26. Þorpið Koroniða stendur ofarlega í hlíðum fjalls sem rís bratt úr sjó upp í nær þúsund metra hæð.

27. Býsönsk kirkja í Koroniða.

28. Koroniða.

29. Koronas er fjallþorp skammt sunnan við Koroniða.

30. Marmaranáma í fjalli á Naxos.

31. Ferðin endaði á Mykonos þaðan sem við flugum aftur frá Grikklandi. Þar er alþjóðlegur flugvöllur enda eyjan fjölsótt og fræg fyrir skemmtanalíf og um margt alger andstæða Naxos þar sem er friðsæld og rólegheit. Flugvöllurinn á Naxos þjónar aðeins innanlandsflugi.

32. Fremur dæmigerð gata í höfuðstað Mykonos.

33. Á ströndinni í Agios Stefanos á Mykonos.

34. Sólarlag í Agios Stefanos á Mykonos. Eyjan á miðri mynd er Syros.