Ferð Atla og Hörpu til Hydru og Naxos 22. maí til 20. júní 2019

Við flugum til Aþenu gegnum Stokkhólm 22. maí, gistum eina nótt í Pireas og sigldum þaðan til Hydru fimmtudaginn 23. maí.

Í Hydru dvöldum við saman til sunnudags þegar Atli fór til Aþenu á tveggja daga ráðstefnu. Við hittumst aftur í Pireas að kvöldi þriðjudags, gistum þar og flugum til Naxos daginn eftir, miðvikudag 29. maí.

Á Naxos bjuggum við eins og tvisvar áður í gistihúsinu hjá þeim mæðgum Despínu og Maríu (og litlu Despínu, dóttur Maríu sem fæddist í október) sem er staðsett í Agia Anna.

Þann 19. júní tókum við ferju frá Naxos til Rafinu og flugum svo heim gegnum London daginn eftir. (Við ætluðum gegnum Kaupmannahöfn en flugið með Icelandair þaðan og heim féll óvænt niður á síðustu stundu svo við breyttum bókuninni á flugvellinum.)


1. Borgin á Hydru (þar sem nær allir íbúarnir eyjarinnar eiga heima). Nafn eyjarinnar og borgarinnar er borið fram: Iðra.

2. Margar göturnar í Hydruborg eru brattar og þessi er raunar fremur dæmigerð.

3. Á Hydru er nær engir bílar (nema ruslabíll, brunabíll og sjúkrabíll) en múldýr mikið notuð.

4. Á göngu suður fyrir Hydruborg.

5. Á göngu suður fyrir Hydruborg. Smáþorp þetta heitir Vlyghos.

6. Á göngu suður fyrir Hydruborg. Á trénu vex prjónagarn.

7. Á göngu norður fyrir Hydruborg. Kirkja rétt hjá Mandraki.

8. Á heiðinni milli Hydruborgar og Mandraki.

9. Komið niður af heiðinni milli Hydruborgar og Mandraki.

10. Komin til Naxos. Mynd tekin upp á Stelíða höfðanum milli Agia Anna og Naxosborgar.

11. Harpa á Naxos. Eyjan í baksýn er Paros.

12. Á veitingastaðnum Sto Kyma (Á bárunni) í Agia Anna þar sem við borðuðum oftast hádegismat.

13. Milli Agia Anna og næsta þorps fyrir norðan sem heitir Agios Prokopios stendur þessi gamli rússajeppi. Hann var þarna líka þegar við vorum á ferð 2015 og 2018.

14. Einn daginn fengum við bílaleigubíl til að skoða staði á austurhluta Naxos sem við höfðum ekki séð áður. Leiðin lá fram hjá Filoti sem er með fallegri kaupstöðum á eynni.


15. Við lögðum bílnum við smáþorp sem heitir Danakos og gengum þaðan að klaustri sem heitir Agios Fotodotis eða Klaustur Krists hins uppljómaða (eða Krists ljósgjafa ef orðið fotodotis (frb. fotoðotis) er þýtt bókstaflega). Byggingin sem er meira en 800 ára gömul stendur undir stóru platanustré á fjalli ofan við bæinn.


16. Á tröppur upp að barnaskólanum í Danakos er letrað ævintýrið um skólann og menn geta lesið það um leið og þeir ganga upp. Það byrjar eins og öll grísk ævintýri á: "mia fora ke enan kero" (einu sinni á einni tíð). Á næstu tröppum stendur: "stóð við lindina skóli svo við gætum lesið, gert vitleysur, reynt okkar besta og verið hamingjusöm." Lengra verður ekki lesið af myndinni. Skólinn var opinn þó það væri sunnudagur því kjörfundur stóð yfir. Lögfræðingur á vegum kjörstjórnar bauð okkur smákökur og ég leit inn í skólastofuna. Þar voru sæti fyrir 6 eða 7 nemendur enda þorpið fámennt og líklega afskekktasta byggðin á Naxos.

17. Harpa í Danakos.

18. Einn daginn gengum við langt í suður með ströndinni frá Agia Anna, suður fyrir Mikri Vigla þar sem þessi mynd var tekin á klettóttum höfða sem skagar í sjó fram.

19. Á höfðanum sunnan við Mikri Vigla.

20. Á höfðanum sunnan við Mikri Vigla. Paros í baksýn.

21. Við fórum dagsferð til litlu Hringeyja sem eru sunnan við Naxos. Þessi mynd er tekin á Efri Hellisey (Ano Kúfúnisi) sem er fremur lítil eyja (5,7 ferkílómetrar að stærð). Íbúar þar eru tæplega 400 talsins.

22. Á Efri Hellisey (Ano Kúfúnisi). Myllan er nú gistihús fyrir ferðamenn.

23. Á Efri Hellisey (Ano Kúfúnisi).

24. Á Efri Hellisey (Ano Kúfúnisi).

25. Í verslun sem gömul kona rekur á Efri Hellisey (Ano Kúfúnisi) fæst allt. Þetta er semsagt alörubúð eins Axelsbúð var á Akranesi, Fríðubúð sem Harpa man eftir hjá ömmu sinni á Raufarhöfn og verslunin sem rekin var í Birkilundi í Biskupstungum þegar ég var krakki þar í sveit. Við keyptum Kóka Kóla, te og úsó af konunni og fengum leyfi til að taka myndir.

26. Harpa í ferjunni á leið til baka frá Litlu Hringeyjum. Siglingin var nokkuð löng því skólakrökkum frá Paros sem voru í vorferð með kennurum og fulltrúum úr foreldrafélagi var skutlað heim áður en okkur var skilað til Naxos. Það var talsverð alda og sum börnin sjóveik.

27. Í Naxosborg er þessi skemmtilega fornbókabúð sem heitir Papyros og selur bækur á tugum tungumála. Þarna eru meðal annars stórar hillur með bókum á Norðurlandamálunum dönsku, norsku og sænsku enda er töluverður hluti ferðamanna á Naxos frá þessum löndum.

28. Á 17. júní flögguðum við á svölunum á gistihúsinu þar sem við bjuggum.

29. Í grískum þorpum sem ég hef heimsótt eru ævinlega staðir þar sem fólk gaukar mat að útigangsköttum. Í Agia Anna er kattakommúna við jaðar þorpsins og þar eru dallar með vatni og þurrfóðri. Íbúar kommúnunar sem skipta nokkrum tugum eru vingjarnlegir og heilsa fólki sem gengur hjá á leið sinni til strandar.

30. Kisa á Hydru.

31. Meðan við dvöldum hjá þeim Despínu og Maríu báru þær sífellt í okkur kökur or retsínu (hvítvín). Við reyndum að þakka fyrir okkur með því að skilja þetta lítilræði eftir þegar við fórum. Fánann tókum við þó með til að nota aftur næsta sumar.

32. Síðasta kvöldið á svölum Hótels Avra í Rafina (hafnarborginni rétt hjá Aþenuflugvelli).