Ferð Atla og Hörpu til Kos og Samos 2. til 16. júlí 2011

Við flugum til Bodrum í Tyrklandi laugardaginn 2. júlí og gistum þar fyrstu nóttina. Daginn eftir sigldum við til Kos og gistum 3 nætur í smábænum Tigaki sem er rúmum 10 kílómetrum vestan við höfuðstað eyjarinnar. Miðvikudaginn 6. júlí sigldum við svo til Samos. Skipið kom við á eyjunum Kalymnos, Leros, Lipsi og Patmos en var samt ekki nema 3 klukkutíma á leiðinni því siglt var hratt. Á Samos vorum við 9 nætur í smábænum Kokkari á norðurströnd eyjarinnar. Frá Samos sigldum við til Kusadasi í Tyrklandi þann 15. júlí og fórum þaðan með leigubíl til Bodrum þar sem við gistum síðust nóttina.


1. Veggur.


2. Atli á svölum íbúðar sem við leigðum í Tigaki á Kos.


3. Ströndin í Tigaki.

4. Rétt fyrir utan Tigaki.

5. Rétt fyrir utan Tigaki.

6. Rétt fyrir utan Tigaki.

7. Rétt fyrir utan Tigaki.

8. Rétt fyrir utan Tigaki.

9. Rétt fyrir utan Tigaki voru villtir flamingófuglar í tjörn.

10. Rétt fyrir utan Tigaki voru villtir flamingófuglar í tjörn.

11. Beðið eftir að báturinn (sem sést á myndinni) leggi af stað frá Kos til Samos.

12. Tekið úr bátnum af höfuðstað Kalymnos.

13. Búin að leigja íbúð í Kokkari á Samos. Atli situr á svölunum.

14. Á gangi um Kokkari.

15. Kokkari.

16. Kokkari.

17. Kokkari.

18. Kokkari.

19. Á veitingastaðnum Dionysos í Kokkari.

20. Þorpið Vúrlíótes rétt hjá Kokkari.

21. Virki Lúlúða á fjalli rétt hjá Kokkari. Atli klöngraðist þar upp og komst niður aftur. Lúlúði (Loulouðas) var annars ræningi sem byggði sér virki þarna einhvern tíma fyrir seinni heimsstyrjöld.

22. Hálfbrunninn skógur rétt hjá Kokkari. (Á Samos hafa geisað skógareldar nokkrum sínnum á liðnum árum, síðast sumarið 2010.)

23. Landslag inn af Kokkari.

24. Á bíltúr um Samos stoppuðum við rétt hjá Maraþokambos þar sem þessi mynd var tekin.

25. Í rústum af fornu hofi Heru í Ireon (Herustöðum) á suður Samos. Gyðjan Hera er frá Samos og þar var reist stórt hof henni til heiðurs á 8. til 6. öld f. Kr.

26. Ireon.

27. Ireon.

28. Pyþagóras fæddist á Samos snemma á 6. öld f. Kr. Í þorpinu Pyþagórío sem við hann er kennt hefur nýlega verið reistur minnisvarði um hann.

29. Beðið eftir ferju til Kusadasi.

30. Grískur fiskibátur.

31. Jónía (strönd Anatólíu sem nú tilheyrir Tyrklandi) rís úr sæ.

32. Grískir kettir. (Þorpskettir virtust talsvert fleiri en mennskir íbúar í Kokkari. Á kvöldin setja húsmæður vatn og matarafganga í dalla út fyrir dyr til að fóðra þá, enda er sambúð mannfólks og katta með besta móti þarna suður frá og einkennist af vinsemd og gagnkvæmri virðingu.)

33. Grískur köttur.

34. Grískur köttur.

35. Grískur köttur.

36. Grískir kettir.

37. Grískur köttur.

38. Allvíða þar sem við fórum höfðu slagorð gegn Evrópusambandinu eða Alþjóðagjaldeyrisstjóðnum sem og stuðningsyfirlýsingar við gríska kommúnistaflokkinn verið krotuð á veggi. Á þessum vegg eru lesendur hvattir til að sameinast í baráttunni og kjósa gríska kommúnistaflokkinn (KKE).
AH. 17. júlí 2011