Ferð Atla og Hörpu til Goa á Indlandi í febrúar 2018

Við flugum frá Kaupmannahöfn til Goa með millilendingu í Katar 7. febrúar og til baka sömu leið 21. febrúar. Við keyptum ferðina hjá dönsku ferðaskrifstofunni Apollorejser og gistum á hóteli í Calangute í Norður Goa sem heitir Empire Beach Resort.


1. Harpa og kýr á ströndinni í Calangute (þorpinu þar sem við gistum). Eins og sést á kúnum eru þær meðvitaðar um heilagleika sinn.

2. Atli á ströndinni í Calangute

3. Verslanir í Calangute.

4. Heimsókn í gallerí listmálara sem heitir Yolanda Sousa. (Sjá http://yolandasousa.com/)

5. Gleðskapur á hótelinu.

6. Dæmigert landslag í sveitinni inn af Calangute.

7. Í Gömlu Góu (þar sem portúgölsku nýlenduherrarnir höfðu höfuðstöðvar sínar frá því fyrir 1600).

8. Reiðtúr á fíl á fílabúi rétt hjá Ponda.

9. Á kryddekru rétt hjá Ponda.

10. Rakarastofa í Calangute.

11. Harpa á tali við verslunarmann í Calangute.

12. Gólenska bókakaffið í Calangute. Búðin heitir Literati og kaffhúsið hjá henni Gusto (þar fæst ítalskur og grískur matur). Við fengum okkur kaffi þarna en borðuðum bara á indverskum veitingastöðum.

13. Dæmigert landslag hjá Calangute.

14. Fiskimenn í Calangute.

15. Harpa og Eggi sem var bæði bílstjóri okkar og leiðsögumaður.

16. Í heimsókn á bóndabæ rétt hjá Calangute.

17. Strönd skammt frá Calangute sem Eggi sýndi okkur.

18. Strönd skammt frá Calangute. Við gengum þangað.

19. Gönguferð.

20. Harpa og Jasmine húsfreyja á Empire Beach Resort hótelinu þar sem við gistum.