Ferð Atla og Hörpu til Krítar 20. ágúst til 10. september 2021

Við flugum beint frá Keflavík til Chania 20. ágúst og dvöldum í þrjár nætur á Sunset Suites í Platanias rétt vestan við borgina. Eftir það fórum við með leigubíl til Plakias á suðurströnd Reþymnosýslu (því við vildum ekki vera í rútum út af Covid 19). Í Plakias gistum við í 18 nætur á gististað sem heitir Studio Stella. Til að komast heim tókum við leigubíl frá Plakias á flugvöllinn í Herakleio og komumst þaðan til Keflavíkur með millilendingu í Frankfurt.

Frá gististað okkar í Plakias fórum við fótgangandi um nágrenni þorpsins en þar eru margar gönguleiðir.

Til að komast heim þurftum við að gangast undir Covid-próf sem við gerðum í lyfjabúð í Plakias tveimur dögum fyrir heimferð.

1. Í Pano Platanias þar sem jóhannesarbrauðtré stendur á miðri götu.

2. Studio Stella í Plakias. Það heitir eftir Stellu húsfreyju sem rekur það með Markosi syni sínum og konu hans Evi. Þau eru afar góðir gestgjafar.

3. Herbergi okkar á Studio Stella.

4. Plakias, eystri ströndin og austari hluti bæjarins.

5. Plakias, vestari ströndin.

6. Damnoni ströndin skammt austan við Plakias.

7. Litli sandur (Mikro Ammúði) austan við Damnoni.

8. Ströndin í Souda sem er skammt vestan við Plakias.

9. Klettaþil við enda eystri strandarinnar í Plakias.

10. Við enda eystri strandarinnar í Plakias.

11. Klettaþil við enda eystri strandarinnar í Plakias.

12. Göng inn í surtarbrandsnámur við enda eystri strandarinnar í Plakias.

13. Göng inn í surtarbrandsnámur við enda eystri strandarinnar í Plakias.

14. Í dalverpi inn af Plakias.

15. Horft af öxlinni milli Plakias og Damnoni.

16. Á leið upp brekkuna að Myrþios sem stendur um 200 m hærra en Plakias.

17. Í Myrþios.

18. Á klettóttu nesi austan við Souda.

19. Kapella heilags Paísíosar á höfða fyrir ofan Litla sand.

20. Útsýni af höfðanum þar sem kapella heilags Paísíosar stendur.